25.06.2012 18:20

Makríll á handfæri

Makríllinn er augljóslega að koma meira á Íslandsmið á þessu sumri því af og til berast fréttir um makríl, hjá fleirum en uppsjávarveiðiskipum. T.d. kom makríll á handfæri hjá Skvettu SK 7, er báturinn var á veiðum um 25 sjómílur vestur af Kópnum. Að sögn Þorgríms Ómars Tavsen skipstjóra bátsins, sem kom að landi á Bíldudal um hádegi, hafði hann áður veitt athygli háhyrningum eins og þeir væru þarna í æti.


                                             Makríll © mynd úr mbl.is