25.06.2012 15:39

Neituðu að ræsa varðskipin - Kalla þurfti út dráttarbát

visir.is:


Dráttarbátur dregur varðskip.
Dráttarbátur dregur varðskip. MYNDIR/GVA

:
Kalla þurfti út dráttarbát í morgun til þess að draga varðskipin Ægi og Tý frá bryggju svo varðskipið Þór gæti lagst að bryggjunni. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Faxaflóahafnar í Reykjavík þá var ástæðan sú að enginn vélstjóri fékkst til þess að ræsa skipin, þurfti því að draga þau frá bryggju með dráttarbát.

Samkvæmt upplýsingum Vísis þá er mikil óánægja á meðal vélstjóra þar sem ekki hefur verið samið við þá um launakjör, þeir hafi því neitað að ræsa skipin í morgun.

Hjá Faxaflóahöfnum fengust þau svör hinsvegar að það væri ekki óalgengt að hafnsögumenn væru fengnir til þess að færa skip til þess að spara tilkostnað og fyrirhöfn.

Fréttastofa hefur ekki náð í Georg Kr. Lárusson vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.