25.06.2012 09:12
Neptune á leið í Barentshafið - með Svafar Gestsson um borð
Svafar Gestsson er nú hættur að starfa við smábátanna í Portúgal og búinn að flytja sig nær okkur. Hér er mynd af Neptune, sem hann er nú vélstjóri á og texti frá Svafari:
Kom í gær til Tromsö og um borð í rannsóknarskipið Neptune. Þetta skip er mér ekki með öllu ókunnugt þar sem ég vann töluvert í þessu skipi á sínum tíma í Akureyrarslipp þegar það var keypt til Skagastrandar 1995 og hét þá Betty HU. Núna erum við á útleið frá Tromsö í Barentshafið með slatta af vísindamönnum sem munu taka botnsýni vegna olíuleitar.
2266. Neprune í Tromsö, Noregi © mynd Svafar Gestsson, 24. júní 2012
Skrifað af Emil Páli
