22.06.2012 15:00

Sædís Bára GK 88, sjósett

Þá kom að því að bátur sá sem ég sagði frá fyrir nokkrum vikum, Sædís Bára GK 88 var sjósett. Það gerðist í morgun í Njarðvíkurhöfn, með tilkomu Gullvagnsins hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Þessar myndir sem hér birtast eru einmitt af Facebooksíðu stöðvarinnar og sést á annarri er Gullvagninn er með bátinn á Hafnarvoginni í Keflavík og hin er bátnum er rennt á flot.


               2828. Sædís Bára GK 88, á Gullvagninum, á  leið á Hafnarvogina í Keflavík


                   2829. Sædís Bára GK 88, sjósett í Njarðvikurhöfn í morgun © myndir af FB síðu SN, 23. júní 2012