17.06.2012 23:55

Bát hvoldi í kvöld

mbl.is


Björgunarsveitir frá Borgarfirði, Akranesi og Höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlu frá Landshelgisgæslunni voru kallaðar út rétt fyrir kl. 22 í kvöld til leitar að manni sem féll fyrir borð á báti í Borgarfirði. Svo virðist sem bátnum sem í voru karl og kona hafi hvolft rétt við Borgareyjar í Borgarfirði, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Konan og báturinn fundust fljótt en þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn um kl. 23 og flaug með hann á Landsspítalann í Fossvogi.