15.06.2012 23:44
Karlsey farin frá Reykhólum
bb.is:
Karlsey,
flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar, hefur kvatt heimahöfn sína á
Reykhólum, um hálfu ári seinna en til stóð og rúmu ári eftir að hún
"settist í helgan stein" þegar Grettir kom og leysti hana af hólmi. Frá
því er sagt á Reykhólavefnum að í fyrsta áfanga var farið til
Hafnarfjarðar og skipstjóri í þeirri ferð var hinn gamalreyndi Gylfi
Helgason á Reykhólum.
Gylfi Helgason var langlengst allra manna á Karlseynni. Hann byrjaði árið 1980 sem stýrimaður og var síðan skipstjóri á henni frá 1984 til 2009. Þegar Gylfi var spurður í vetur hvort hann saknaði Karlseyjar, um það leyti þegar hún átti að vera í þann veginn að hverfa á vit stálbræðslunnar, svaraði hann: "Nei, ég sakna hennar ekkert. Þetta er bara járn og maður var búinn að eiga þann draum lengi að þetta skip yrði endurnýjað. En Karlsey var alla tíð farsælt skip."
Á gamlársdag í vetur var hér haft eftir kaupandanum, Jóni Péturssyni í Hafnarfirði, að ráðgert væri að skipið færi frá Reykhólum mjög fljótlega eftir áramótin og færi í brotajárn í Belgíu. Núna mun hins vegar vera til skoðunar að skipið fari ekki í niðurrif að sinni heldur í einhver verkefni.
Karlsey var smíðuð fyrir 45 árum í Hollandi en 37 ár eru frá því að hún var keypt til Reykhóla.
Gylfi Helgason var langlengst allra manna á Karlseynni. Hann byrjaði árið 1980 sem stýrimaður og var síðan skipstjóri á henni frá 1984 til 2009. Þegar Gylfi var spurður í vetur hvort hann saknaði Karlseyjar, um það leyti þegar hún átti að vera í þann veginn að hverfa á vit stálbræðslunnar, svaraði hann: "Nei, ég sakna hennar ekkert. Þetta er bara járn og maður var búinn að eiga þann draum lengi að þetta skip yrði endurnýjað. En Karlsey var alla tíð farsælt skip."
Á gamlársdag í vetur var hér haft eftir kaupandanum, Jóni Péturssyni í Hafnarfirði, að ráðgert væri að skipið færi frá Reykhólum mjög fljótlega eftir áramótin og færi í brotajárn í Belgíu. Núna mun hins vegar vera til skoðunar að skipið fari ekki í niðurrif að sinni heldur í einhver verkefni.
Karlsey var smíðuð fyrir 45 árum í Hollandi en 37 ár eru frá því að hún var keypt til Reykhóla.
Skrifað af Emil Páli
