15.06.2012 00:00
Myndir og myndband af sjósetningu Bergs Vigfúss
Í dag fór fram sjósetning á Bergi Vigfús GK 43 sem var yfirbyggður hjá Sólplasti í Sandgerði á innan við hálfum mánuði, raunar aðeins á 9 vinnudögum. Ég hef fylgst með gangi málsins frá upphafi og birt hér á síðunni og nú kemur myndasyrpa þar sem á 23 myndum sést frá því að báturinn var dreginn á Gullvagni Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur út úr húsi Sólplasts og niður að sjó og síðan sést er hann flaut og fór yfir á aðra bryggju. Einnig birti ég eina mynd af afmælisbarni dagsins sem var sjálfur Stjáni hjá Sólplasti.
Þessu til viðbótar er hér tengill á myndband sem Smári Valtýr Snæbjörnsson tók er verið var að sjósetja bátinn: http://www.youtube.com/watch?v=2oPAW89CG5w




2746. Bergur Vigfús GK 43, dreginn út úr húsi Sólplasts á Gullvagninum

2746. Bergur Vigfús GK 43, á leið niður að hafnarvog

Báturinn á Hafnavoginni í Sandgerði








Bakkað niður sjósetningabrautina og losað um bátinn









2746. Bergur Vigfús GK 43, kominn í sjó, bakkar frá landi og siglir yfir höfnina og legst að hafnargarðinum í Sandgerði

Svo skemmtilega vildi til að Kristján Nielsen í Sólplasti átti afmæli þennan dag og því var auðvitað komið með afmælistertu © myndir Emil Páll, 14. júní 2012
Þessu til viðbótar er hér tengill á myndband sem Smári Valtýr Snæbjörnsson tók er verið var að sjósetja bátinn: http://www.youtube.com/watch?v=2oPAW89CG5w
2746. Bergur Vigfús GK 43, dreginn út úr húsi Sólplasts á Gullvagninum
2746. Bergur Vigfús GK 43, á leið niður að hafnarvog
Báturinn á Hafnavoginni í Sandgerði
Bakkað niður sjósetningabrautina og losað um bátinn
2746. Bergur Vigfús GK 43, kominn í sjó, bakkar frá landi og siglir yfir höfnina og legst að hafnargarðinum í Sandgerði
Svo skemmtilega vildi til að Kristján Nielsen í Sólplasti átti afmæli þennan dag og því var auðvitað komið með afmælistertu © myndir Emil Páll, 14. júní 2012
Skrifað af Emil Páli
