13.06.2012 18:00

Máni GK 109, illa sprunginn - ,,Frábær bátasmiðja"

Á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði bíður nú báturinn Máni GK 109, eftir að komast að, en á honum eru sprungur á síðustokki og perustefni. Gárugarnir hafa þó ansi margir hrokkið í gír, þegar þeir skoða skemmdirnar, því þær virðast vera á stöðum þar sem breytingar hafa farið fram á bátnum og báturinn er velmerktur með merkinu FR'ABÆR BÁTASMIÐJA. Hvort það tengist skemmdunum skal ósagt látið, en engu að síður vekur það upp spurningar.


                          Hér sést sprunga eftir öðru síðustokknum, séða utan frá

                                  
                                    Svona lítur sama sprunga út séð innan frá


                                           Þetta er sprungan á perustefninu

                           
                                 Frábær bátasmiðja, en hvar hún er? Eða meira um þá smiðju veit ég ekki © myndir Emil Páll, 13. júní 2012