13.06.2012 16:33

Yfirbyggingu Bergs Vigfús lokið - sjósetningu þó frestað

Lokið er yfirbyggingu á bátnum Bergi Vigfús GK 43, hjá Sólplasti í Sandgerði. Átti að sjósetja bátinn í dag, en vegna þess að úttektarmaðurinn hjá Siglingamál tafðist á Akureyri, frestast sjósetning þar til á morgun.





                 2746. Bergur Vigfús GK 43, hjá Sólplasti í Sandgerði og bíður nú eftir sjósetningu sem verður vonandi á morgun © myndir Emil Páll, 13. júní 2012