13.06.2012 09:00

Grindvíkingur GK, farinn í pottinn ( í annað sinn) og nú rifinn

Þessi Grindvískibátur sem kom nýr til heimahafnar 1978. hefur tvisvar verið seldur í pottinn í Danmörku, en í fyrra skipið seldi brotajárnsfyrirtækið bátinn áfram, en nú hefur hann aftur verið seldur í brotajárn og þá líka í Danmörku og eins og sést á myndunum sem fylgja þessari færslu er nú búið að rífa hann.

Bátur þessi hét fyrst Grindvíkingur GK 606 og síðan Skarfur GK 666 og eftir að hætt hafði verið við að brjóta hann niður í fyrra skiptið fékk hann nafnið North Sea Star og var í eigu Svía en heimahöfn var skrá í Panama. Þeir seldu hann síðan til Tromsö í Noregi þar sem hann fékk nafnið Sörfold og fór hann í brotajárn í Esbjerg í Danmörku í nóvember sl.


         1512. Grindvíkingur GK 606, kemur nýr til Grindavíkur © mynd Kristinn Benediktsson. 30. maí 1978


           1512. Grindvíkingur GK 606, í Grindavík © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson í maí 2001



           

              Sörfold ex 1512, í Esbjerg, Danmörku © myndir shipspotting, Arne Jurgens, 3. desember 2011


             Sörfold í Esbjerg, Danmörku © mynd shipspotting, Arne Jugens, 12. feb. 2012