12.06.2012 23:00

Tjúlli KE 18, bilaði á heimleiðinni og Vinur GK dró hann því til Keflavíkur

Eftir að Magni Jóhannsson, seldi Bretting KE, keypti hann sér minni bát, sem hann gaf nafnið Tjúlla KE 18. Nú síðdegis var síðan ákveðið að sigla  til heimahafnar í Keflavík í fyrsta sinn en þó fór svo að vélin stoppaði er báturinn var ný farinn frá Hafnarfirði og komnir á móts við Straumsvík. Fékk Magni, þá Hörð Óskarsson á Vini GK 96 til að koma og sækja sig  og komu bátarnir til Keflavíkur rétt rúmlega 22 í kvöld.
Tók ég þessa myndasyrpu við þetta tækifæri
 



                          2361. Tjúlla KE 18, í togi hjá 2477. Vini GK 96


              2477. Vinur GK 96, að koma inn til KEflavíkur með Tjúllu í togi




       Er bátarnir voru framan við hafnargarðinn í Keflavík hrökk vélin í Tjúllu í gang og því var sleppt á milli báta og stóð til að sigla Tjúllu í Grófina.






           Ekki stóð það lengi og því var Tjúlla tekin upp að síðu Vins GK og þannig sigldu bátarnir inn í Keflavíkurhöfn


           Hér sjáum við Jóhann Viðar vélsmið, Sigurð Jóhannsson bróður Magna, Magna Jóhannsson og Hörð Óskarsson skeggræða eftir að bátarnir voru komnir til Keflavíkur
 

                                        Jóhann Viðar, Sigurður og Hörður  


                                          © myndir Emil Páll, 12. júní 2012