09.06.2012 19:00

Lundi RE 20

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er Skipasmíðastöð Njarðvíkur ein af þeim örfáu skipasmíðastöðvum hér á landi sem geta enn boðið upp á viðgerðir á trébátum, með fagmönnum í þeirri grein. Í síðustu viku mættu þeir til Reykjavíkur til að skipta um planka í Lunda RE 20 og var þá þessi mynd tekin.


            Starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur skipta um planka í 950. Lunda RE 20, í Reykjavík í fyrradag © mynd af FB síðu SN.