07.06.2012 09:16

Annað ekki sést í 32 ár

mbl.is.

"Ég hef starfað sem hafnsögumaður í 32 ár og man ekki eftir öðru eins. Þetta eru eins og þrenn eða fern jól," segir Halldór Valdimarsson, hafnsögumaður hjá hafnsöguvakt Reykjavíkurhafna. Þangað eru nú komin 30-40 skip og von er á fleirum vegna samstöðufundar útgerðarmanna og starfsmanna þeirra gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar.

"Nú þurfum við að sýna snilli okkar, höfnin er að fyllast og við beinum öllum í gömlu höfnina. Þeir sem ekki komast að verða að leggja að í ytri höfninni," sagði Halldór á áttunda tímanum í morgun og sagði að ekki lægi fyrir hversu mörg skip kæmu að bryggju í dag.





Skip fjölmenna til Reykjavíkur og er von á fleirum allt fram undir hádegi © myndir mbl.is./ Ómar 6. júní 2012