05.06.2012 00:08

3. dagur breytinganna á Bergi Vigfús GK 43

Hér koma myndir frá 3. degi breytinganna, þ.e. yfirbyggingarinnar á Bergi Vigfús GK, hjá Sólplasti í Sandgerði. Litlar breytingar eru að sjá, þar sem nú er verið að gera það sem minna sést. Eitthvað hafa strákarnir verið í stuði því þeir kalla hann Ber Vigfús. Þá er verið að mála bátinn núna bláan og því verður hann með þeim lit þegar framkvæmdum líkur.


















                   2746. Bergur Vigfús GK 43, á 3ja degi yfirbyggingarinnar, hjá Sólplasti í Sandgerði © myndir Bogga og Stjáni hjá Sólplasti, 4. júní 2012