04.06.2012 20:08
Fjögur þúsund og fimmhundruð manns heimsóttu varðskipið Þór
vefur Landhelgisgæslunnar:

Varðskipið Þór fánum prýddur á Sjómannadegi
Varðskipið Þór var opið til sýnis um helgina í tilefni sjómannadagsins og Hátíðar hafsins. Mikið líf og fjör var um borð enda lögðu fjölmargir leið sína að Grandagarði í veðurblíðunni þar sem varðskipið var staðsett og voru samtals 4500 manns sem komu um borð til að skoða skipið, spjölluðu við áhöfnina og kynntu sér getu, tækni og búnað varðskipsins.

Mjög vinsælt var að prófa sætin í brúnni

Andri stýrimaður sýndi stjórntækin í brúnni

Biðröð myndaðist skamman tíma meðan mest var á Grandagarði.


Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs var á staðnum
og spjallaði við gestina

Varðskipið Þór fánum prýddur á Sjómannadegi
Skrifað af Emil Páli
