03.06.2012 22:22
Heiðraðir á Sjómannadaginn - Höfðingleg gjöf til Björgunarfélagsins Þorbjarnar
Í tilefni Sjómannadagsins fékk Björgunarsveitin Þorbjörn glæsilega gjöf frá Sjómanna- og vélstjórafélaginu, Þorbirni hf., Vísi hf, Einhamri ehf. og Stakkavík ehf. eða nýjan björgunarbát hlaðinn öllum nýjustu tækjum og tólum. Björgunarbáturinn hefur fengið nafnið Árni í Tungu og kemur í stað annars báts með sama nafni sem verður seldur. Séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur blessaði bátinn.
Veittar voru viðurkenningar fyrir kappróður, netabætingar og ýmislegt fleira en ræðumaður dagsins var Guðni Ágústsson.
Efsta mynd:
Viðar Geirsson frá Sjómanna- og vélstjórafélagi
Grindavíkur, Bjarnfríður Jónsdóttir, Pétur Vilbergsson, Elín
Þorsteinsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Bjarný Sigmarsdóttir, Sigmar
Björnsson og Ólafur Jón Arnbjörsson skólastjóri Fisktækniskóla
Suðurnesja í Grindavík.

Séra Elínborg Gísladóttir blessar nýjan björgunarbát Björgunarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.

Kvennasveit Vísis sem sigraði í róðrakeppninni.

Sturla GK vann róðrakeppnina fjórða árið í röð.

Fisktækniskólinn sem vann róðrakeppni landsveita.

Verðlaunahafnar í Íslandsmótinu í netaviðgerðum. Sigurvegarinn Theódór Vilbergsson er lengst til hægri.

Koddaslagurinn er fastur liður á Sjómannadaginn.
