03.06.2012 17:30

Flakið á Geldinganesi - Lax III ex ex Hrönn KE 48

Frá Korpúlstöðum og þar í kring má sjá bátsflak sem er á Geldinganesi. Um er að ræða bát sem upphaflega var Bátalónsbátur er hét fyrst Hrönn KE 48 og síðan bar hann nöfnin Hrönn KE 48, Magnús Jónsson BA  35, Þórunn Jónsdóttir RE 101, Þórunn Jónsdóttir EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207. Sif ÁR 207 og Lax III.  Undir síðasta nafninu var hann notaður sem þjónustubátur við laxeldi á sundunum við Reykjavík frá 1989, þegar laxeldið var upp á sitt besta. Slitnaði hann upp af legu í Grafarvoginum og rak upp í Geldinganesi og var tekin af skrá 1998.


     Flakið af 1152. Lax III, eins og það liggur í Geldinganesi í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 3. júní 2012