03.06.2012 11:15
Aðeins 33 skip á sjó
ruv.is:

Sjómannadagurinn er í dag og flest skip eru komin í land. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru aðeins 33 íslensk skip og bátar á sjó klukkan sjö í morgun, aðallega flutningaskip og skemmtibátar.
Haldið verður upp á daginn um land allt með fjölbreyttri dagskrá.
Hér má nálgast dagskrána fyrir Hátíð hafsins í Reykjavík.
Dagskrá sjómannadagsins á Akureyri er hér.
Hátíðin Sjóarinn síkáti fer fram í Grindavík.
Hér er hægt að skoða hvað verður um að vera á Patreksfirði.
Hér má skoða dagskrána í Fjaraðbyggð.
Skrifað af Emil Páli
