02.06.2012 20:36

Salka komin til Húsavíkur

Texti : mbl.is:
                           306. Knörrinn - shipspotting,  Birkir Agnarsson, í júní 02

Knörrinn, fyrsti bátur Norðursiglingar, kom í gær til Húsavíkur með skrokkinn af Sölku GK í togi. Salka hafði sokkið í Sandgerðishöfn í fyrra eftir árekstur við annað skip og stóð til að eyðileggja bátinn. Hjá Norðursiglingu heyrðu menn af málinu en um er að ræða systurskip Hildar, annarrar af tveimur skonnortum félagsins. Var því gripið inn í ferlið og falaðist eftir bátnum.

Systurskip skonnortu félagsins

"Þar sem að þetta var eina nákvæma systurskip hinnar stóru skútunnar okkar eigum við alla hönnun að reiða og öllu í skipið ef að við gerum það upp. Svo að ákveðið var að taka það hingað norður og sjá hvað gæti orðið úr því," sagði Heimir Harðarson, einn af eigendum Norðursiglingar, í samtali við mbl.is. Að sögn Heimis hafa umræddir bátar algjörlega slegið í gegn í núverandi hlutverki, þ.e. að skoða hvali og náttúruna, en þeir eru hljóðlátir, plássgóðir og hreyfast þægilega.

Salka er sjöundi eikarbáturinn sem að kemst í eigu Norðursiglingar. Vonast menn til að hægt verði að gera bátinn upp og þá á Húsavík, en Hildur var á sínum tíma gerð upp í Danmörku. Salka gæti því orðið þriðja skonnortan í flota Norðursiglingar.

Eikarbátar sem að fer fækkandi

Eikarbátar hafa reynst sérlega vel í skoðunarferðum um Skjálfanda og í Grímsey að sögn Heimis. Einnig hefur Norðursigling farið með ferðamenn um firði Sporöskjusunds í Grænlandi á skonnortum þess með góðum árangri. "Þetta eru eru eikarbátar sem að fer óðum fækkandi á Íslandi og verða líklegast aldrei smíðaðir aftur," sagði Heimir. "Þetta eru skip sem að geta farið hvert á hnettinum sem er, ekki síst ef að þau eru eins vel græjuð og systurskip Sölku er," bætti hann við.


                 1438. Salka GK 79 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. feb. 2012