02.06.2012 14:30

Athuga með leigu á öðrum farþegabát

mbl.is

Herjólfur í Landeyjahöfn. stækkaHerjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/GSH

Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja skoða þann möguleika að fá til landsins farþegabát sem hægt væri að nota til siglinga í Landeyjahöfn næsta vetur, þegar Herjólfur þarf að sigla til Þorlákshafnar.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að bæjarstjórinn hefur óskað eftir því við vegamálastjóra að fá faglegan stuðning við athugun á þessum möguleika.

"Við þurfum meiri stöðugleika í ferjusiglingar en verið hefur," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri um ástæður þess að farið var að athuga með varabát. Segir hann að ákveðið skip sé í sigtinu en það myndi aðeins verða háð ölduhæð en ekki dýpi hafnarinnar