02.06.2012 07:29

Litskrúðug ganga í sjávarbænum

mbl.is:

Íbúar fjölmenntu í litaskrúðgönguna í Grindavík. stækkaÍbúar fjölmenntu í litaskrúðgönguna í Grindavík. mbl.is/Haraldur Hjálmarsson

Skrúðgangan var stærsta og jafnframt litskrúðugasta atriði á fyrsta degi Sjóarans síkáta í Grindavík í gær. Íbúar hafa verið duglegir að skreyta hverfin og litirnir mættust í skrúðgöngu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mikið fjölmenni var í skrúðgöngunni enda veður með eindæmum gott í Grindavík.

Sjóarinn síkáti er fjölskyldu- og sjómannahátíð sem haldin er um hverja sjómannadagshelgi. Er þetta ein af veglegustu sjómannahátíðum.

Grindavík er hefðbundinn sjávarbær þar sem ferðaþjónusta fer vaxandi. Þannig lýsir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri staðnum. Hann segir að þótt ferðamenn séu boðnir velkomnir sé ekki ætlunin að fórna grunnstoðinni. Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Róbert gera sitt til þess að svo megi verða, meðal annars með því að reyna að lokka fleiri sjómenn í bæinn.