02.06.2012 00:00
Sjómannadagurinn: Siglfirsku togaranir
SK.Siglo.is
Eins og alþjóð veit styttist óðfluga í sjómanndaginn og eru frystiskip Ramma hf. komin til hafnar líkt og önnur skip félagsins af því tilefni.
Mánaberg landaði í Reykjavík á fimmtudag afla sem svarar til 466 tonna upp úr sjó, að mestu úthafskarfi. Mánaberg hafði áður millilandað i Reykjavík 184 tonnum upp úr sjó og var því heildarfali í veiðiferðinni sem stóð í 27 daga um 650 tonn að verðmæti 220 milljónir:
Í dag er verið að landa fullfermi af blönduðum afla úr Sigurbjörgu á Siglufirði um 444 tonnum upp úr sjó.
Sigurbjörg hafði einnig millilandað í veiðiferðinni; á Siglufirði 10. maí 323 tonnum upp úr sjó. Heildarafli veiðiferðarinnar sem stóð í 33 daga, telst því vera 767 tonn að verðmæti ríflega 291 milljónir sem ku vera mesta verðmæti sem Sigurbjörg hefur borið að landi í einni veiðiferð.
Eins og alþjóð veit styttist óðfluga í sjómanndaginn og eru frystiskip Ramma hf. komin til hafnar líkt og önnur skip félagsins af því tilefni.
Mánaberg landaði í Reykjavík á fimmtudag afla sem svarar til 466 tonna upp úr sjó, að mestu úthafskarfi. Mánaberg hafði áður millilandað i Reykjavík 184 tonnum upp úr sjó og var því heildarfali í veiðiferðinni sem stóð í 27 daga um 650 tonn að verðmæti 220 milljónir:
Í dag er verið að landa fullfermi af blönduðum afla úr Sigurbjörgu á Siglufirði um 444 tonnum upp úr sjó.
Sigurbjörg hafði einnig millilandað í veiðiferðinni; á Siglufirði 10. maí 323 tonnum upp úr sjó. Heildarafli veiðiferðarinnar sem stóð í 33 daga, telst því vera 767 tonn að verðmæti ríflega 291 milljónir sem ku vera mesta verðmæti sem Sigurbjörg hefur borið að landi í einni veiðiferð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Siglufjarðarhöfn í morgun af löndun úr Sigurbjörgu og Múlabergi að koma í höfn.
Múlaberg SI-22
Texti: Heimasíða Ramma h/f
Myndir: GJSSkrifað af Emil Páli
