01.06.2012 11:48

Víkingaskipið Vésteinn

Víkingaskipið Vésteinn.
Víkingaskipið Vésteinn.

bb.is | 12.01.2012 | 11:53Vésteinn eina víkingaskip landsins

Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri er eina skipið hérlendis sem skráð var sem víkingaskip í aðalskipaskrá um áramótin. Samkvæmt því hefur ekkert víkingaskip bæst í flota landsmanna undanfarið ár. Víkingaskipið Valtýr, sem sjósett var hjá Skipavík í Stykkishólmi er skráð sem skemmtiskip og víkingaskipið Íslendingur, sem smíðað var á árunum 1994-1995 og hefur verið til sýnis í Innri Njarðvík, hefur verið afskráð.

Víkingaskipið Vésteinn er 13 brúttótonn, 12 metra langt og 3ja metra breitt. Skipið var smíðað á Þingeyri og sjósett í lok júní 2008 en það tekur 18 farþega og tvo í áhöfn. Vésteinn fór sína lengstu för til þessa síðastliðið sumar þegar hjónin Valdimar Elíasson og Sonja Elín Thompson sigldu skipinu, ásamt Jakobi Hermannssyni, frá Þingeyri til Húsavíkur og til baka.