01.06.2012 10:30
Víkingaskipið Vésteinn í ferðaþjónustu á Bíldudal
Samkvæmt því sem fram kemur á bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar hefur víkingaskipið sem Þorgrímur 'Omar Tavsen tók myndir af fyrir nokkrum dögum á Bíldudal verið leigt Eagle Fjord til að sigla með ferðamenn um Arnarfjörð. Skipið er eins og ágiskun Þorgríms Ómars var, frá Þingeyri.
Birti ég því aftur myndir Þorgríms, er skipið kom til Bíldudals á dögunum.



Vikingaskipið á Bíldudal sem nú hefur verið leigt til að sigla með ferðamenn um Arnarfjörð © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 30. maí 2012
Eftir að ég birti þetta fékk ég ábendingar um skipið og þ.á.m. afrit af þessari frétt úr bb.is
Víkingaskipið Vésteinn er 13 brúttótonn, 12 metra langt og 3ja metra breitt. Skipið var smíðað á Þingeyri og sjósett í lok júní 2008 en það tekur 18 farþega og tvo í áhöfn. Vésteinn fór sína lengstu för til þessa síðastliðið sumar þegar hjónin Valdimar Elíasson og Sonja Elín Thompson sigldu skipinu, ásamt Jakobi Hermannssyni, frá Þingeyri til Húsavíkur og til baka.
Einnig er skipið með Facebooksíðu fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast betur með skipinu.
Birti ég því aftur myndir Þorgríms, er skipið kom til Bíldudals á dögunum.
Vikingaskipið á Bíldudal sem nú hefur verið leigt til að sigla með ferðamenn um Arnarfjörð © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 30. maí 2012
Eftir að ég birti þetta fékk ég ábendingar um skipið og þ.á.m. afrit af þessari frétt úr bb.is
bb.is | 12.01.2012 | 11:53Vésteinn eina víkingaskip landsins
Víkingaskipið Vésteinn á Þingeyri er eina skipið hérlendis sem skráð var sem víkingaskip í aðalskipaskrá um áramótin. Samkvæmt því hefur ekkert víkingaskip bæst í flota landsmanna undanfarið ár. Víkingaskipið Valtýr, sem sjósett var hjá Skipavík í Stykkishólmi er skráð sem skemmtiskip og víkingaskipið Íslendingur, sem smíðað var á árunum 1994-1995 og hefur verið til sýnis í Innri Njarðvík, hefur verið afskráð.Víkingaskipið Vésteinn er 13 brúttótonn, 12 metra langt og 3ja metra breitt. Skipið var smíðað á Þingeyri og sjósett í lok júní 2008 en það tekur 18 farþega og tvo í áhöfn. Vésteinn fór sína lengstu för til þessa síðastliðið sumar þegar hjónin Valdimar Elíasson og Sonja Elín Thompson sigldu skipinu, ásamt Jakobi Hermannssyni, frá Þingeyri til Húsavíkur og til baka.
Einnig er skipið með Facebooksíðu fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast betur með skipinu.
Skrifað af Emil Páli
