31.05.2012 12:31

Byggt alveg yfir Berg Vigfús

Oft hef ég velt því fyrir mér af hverju aðeins sé byggt yfir báta öðrum megin. Einn þessara er núverandi Bergur Vigfús GK 46, sem í morgun kom til Sólplasts í Sandgerði þar sem byggja á alveg yfir hann. Báturinn var tekinn upp í gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur í gær og kom í morgun yfir til Sandgerðis og sjáum við hér myndir er hann var að hverfa inn í hús það sem hann verður í næstu tvær vikur, en sá tími er áætlaður til að ljúka við yfirbygginguna
Fleiri myndir koma svo síðar.




       

         2746. Bergur Vigfús GK 43, hjá Sólplasti, Sandgerði í morgun © myndir Emil Páll, 31. maí 2012