30.05.2012 22:24
Kraftmesti "rib" bátur Íslands sigldi á sker
visir.is:
Kraftmesti "rib"bátur landsins lenti á skeri á
ferð sinni frá Reykjavík til Akureyrar í morgun. Óhappið varð rétt
norðan Sauðárkróks. Við byltuna brotnuðu bæði hældrif bátsins. Tjónið er
að sögn mikið og viðgerð gæti tekið 2-3 vikur.
Bátur þessi er engin smásmíð, en hann er 12 metrar á lengd, vegur ein 5,5 tonn og búinn 700 hestafla vél. Hann er nefndur eftir Jóni Páli kraftajötni, enda kraftmesti bátur landsins.
Fyrirhugað var að sigla með ferðamenn milli Akureyrar og Reykjavíkur í sumar. Gert var ráð fyrir að byrja ferðirnar um næstu helgi en nú lítur út fyrir að bið verði á því.
Bátar af þessari gerð njóta mikilla vinsælda meðal ferðalanga, ekki síst þeirra sem sækja í spennu. Þegar báturinn er á fullri ferð er tilfinningin svipuð því að "stinga hausnum út um gluggann á bíl á 90 km/klst hraða".
Af Facebook:
Bátur þessi er engin smásmíð, en hann er 12 metrar á lengd, vegur ein 5,5 tonn og búinn 700 hestafla vél. Hann er nefndur eftir Jóni Páli kraftajötni, enda kraftmesti bátur landsins.
Fyrirhugað var að sigla með ferðamenn milli Akureyrar og Reykjavíkur í sumar. Gert var ráð fyrir að byrja ferðirnar um næstu helgi en nú lítur út fyrir að bið verði á því.
Bátar af þessari gerð njóta mikilla vinsælda meðal ferðalanga, ekki síst þeirra sem sækja í spennu. Þegar báturinn er á fullri ferð er tilfinningin svipuð því að "stinga hausnum út um gluggann á bíl á 90 km/klst hraða".
Af Facebook:
Skrifað af Emil Páli
