29.05.2012 21:00

Bláfell ehf.: Tveir nýir prufusigldir í dag

Í dag voru tveir nýir bátar frá Bláfelli ehf. prufusigldir í Hafnarfirði. Annar þeirra var raunar líka sjósettur í dag og sá er af gerðinni Sómi 797 og heitir Tríton ST 100 og er frá Hólmavík. Hinn var sjósettur fyrir nokkrum dögum og heitir Hjörtur Stapi IS 196 og er frá Bolungarvík. Hér birti ég myndir af þeim sama, en á miðnætti birtast myndir af Triton og annað kvöld um miðnætti kemur syrpa af Hirti Stapa.



      











             7714. Triton ST 100 og 7727. Hjörtur Stapi ÍS 196 í prufsiglingu í Hafnarfirði í dag © myndir Bláfell ehf., 29. maí 2012

 - Á miðnætti í nótt kemur myndasypra frá prufusiglingu Tritons og á miðnætti annað kvöld frá sjósetningu og prufsiglingu Hjörts Stapa -