25.05.2012 22:43

Sjómannadagurinn á Húsavík


                  Frá Sjómannadegi á Húsavík © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur og hvergi til sparað. Veislumáltíð (blandað hlaðborð) á Fosshotel Húsavík, SOS spilar fyrir dansi, Fíllinn sér um veislustjórn og skemmtir.


Kappróður verður endurvakinn á laugardeginum en þess utan verður keppt í reiptogi og fleiri leikjum. Menn eru hvattir til að tilkynna lið til neðangreindra nefndarmanna.


Skráning á sjómannahófið er sömuleiðis hjá neðangreindum. Miðaverð er 5.900 kr (innifalið, matur, fordrykkur og ball)

Jolly s. 862 3244
Bóbi s. 862 3222
Heimir s. 893 1751