25.05.2012 17:12
Bismarck í smíðum á Flateyri
bb.is:

Úlfar
Önundarson á Flateyri, smáskipasmiður í frístundum, vinnur nú að smíði
hins sögufræga herskips Bismarck. Frá því er greint á flateyri.is, að
kjölurinn að skipinu hafi verið lagður 1. febrúar. Áætluð verklok eru
árið 2015 en þann 24. ágúst það ár verða 75 ár frá formlegri ahendingu
skipsins. Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru
öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni, 1939 - 1945, og á
sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Í dag 24. maí 2012
eru 71 ár frá því Biskmarck sökkti breska herskipinu Hood í mikilli
sjóorustu á hafinu við Ísland.
Herskipið Bismarck var skírt í höfuðið á Otto von Bismarck kanslara Þýskalands árin 1871-1890. Á Vísindavefnum segir að Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarcks því herskipafloti þeirra var úr sér genginn og gamaldags þó þeir hefðu yfir margfalt fleiri herskipum að ráða. Þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að finna Bismarck og eyðileggja og beittu til þess hátt í sjötíu skipum og kafbátum og ótal flugvélum. Svo fór að lokum að þeir náðu að sökkva skipinu þann 27. maí 1941 rétt áður en það komst til hafnar í Frakklandi.
Níu daga för Bismarcks og fylgdarskipsins Prinz Eugens síðari hluta maímánaðar 1941 er ein frægasta og dramatískasta viðureign herskipa síðustu aldar.
Í
skipasmíðastöð Úlfars Önundarsonar við Drafnargötu á Flateyri. Formaður
Önfirðingafélagsins; Björn Ingi Bjarnason er hér með
frístunda-skipasmiðnum. Á borðum er Bismarck í byggingu. Ljósm.:
Guðmundur J. Sigurðsson.
Herskipið Bismarck var skírt í höfuðið á Otto von Bismarck kanslara Þýskalands árin 1871-1890. Á Vísindavefnum segir að Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarcks því herskipafloti þeirra var úr sér genginn og gamaldags þó þeir hefðu yfir margfalt fleiri herskipum að ráða. Þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að finna Bismarck og eyðileggja og beittu til þess hátt í sjötíu skipum og kafbátum og ótal flugvélum. Svo fór að lokum að þeir náðu að sökkva skipinu þann 27. maí 1941 rétt áður en það komst til hafnar í Frakklandi.
Níu daga för Bismarcks og fylgdarskipsins Prinz Eugens síðari hluta maímánaðar 1941 er ein frægasta og dramatískasta viðureign herskipa síðustu aldar.
Skrifað af Emil Páli
