24.05.2012 20:37
Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp
visir.is / Stöð 2:
Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á
Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir
hafi ekki úthald í langa túra.
Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. Hann hefur hins vegar aðeins útlendinga með sér í áhöfn og er eini Íslendingurinn um borð, - sem skipstjóri.
Garðar Valberg Sveinsson segir að Íslendingar sigli ekki eins og þeir sem eru kannski marga mánuði úti í einu. Þeir vilji helst vera heima hjá sér hálfsmánaðarlega eða um helgar.
"Ég hef reynt að hafa Íslendinga en það þýðir ekki. Þeir gefast upp á því," segir Garðar í viðtali á Stöð 2.
Garðar hefur í 23 ár unnið við olíuleit við Noreg og Grænland, þar af síðustu sex ár á eigin skipi. Hann býr í Njarðvík en kveðst fá næg verkefni. Hann segir þetta lítinn heim og allir þekki alla og segist ekki lengur þurfa að leita sér að verkefnum.
"Þeir hringja alltaf í mig svo ég er mjög heppinn með það."
Garðar sagði í gær að milljarðatækifæri væru í boði. En er hann þá orðinn ríkur?
..Nei, ég er kannski neðstur á listanum. En ég hef það ágætt og ég er ánægður."
Garðar Valberg Sveinsson: Hefur reynt að hafa Íslendinga en segir að þeir vilji helst vera heima hjá sér um helgar.
Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. Hann hefur hins vegar aðeins útlendinga með sér í áhöfn og er eini Íslendingurinn um borð, - sem skipstjóri.
Garðar Valberg Sveinsson segir að Íslendingar sigli ekki eins og þeir sem eru kannski marga mánuði úti í einu. Þeir vilji helst vera heima hjá sér hálfsmánaðarlega eða um helgar.
"Ég hef reynt að hafa Íslendinga en það þýðir ekki. Þeir gefast upp á því," segir Garðar í viðtali á Stöð 2.
Garðar hefur í 23 ár unnið við olíuleit við Noreg og Grænland, þar af síðustu sex ár á eigin skipi. Hann býr í Njarðvík en kveðst fá næg verkefni. Hann segir þetta lítinn heim og allir þekki alla og segist ekki lengur þurfa að leita sér að verkefnum.
"Þeir hringja alltaf í mig svo ég er mjög heppinn með það."
Garðar sagði í gær að milljarðatækifæri væru í boði. En er hann þá orðinn ríkur?
..Nei, ég er kannski neðstur á listanum. En ég hef það ágætt og ég er ánægður."
Skrifað af Emil Páli
