24.05.2012 17:35

Getur fundið mynt í 800 kílómetra fjarlægð

dv.is:
Áhöfn franska herskipsins Monge í fríi í Reykjavík

Franska skipið Monge er hvítt á lit til að úr hita frá geislum sólarinnar sem getur truflað búnaðinn um borð.

Áhöfnin er í sex daga fríi í Reykjavík.


  • Áhöfnin er í sex daga fríi í Reykjavík.

    Áhöfnin er í sex daga fríi í Reykjavík.


Franska rannsóknaskipið Monge liggur nú við bryggju í Sundahöfn í Reykjavík og verður þar næstu sex daga. Skipið er 230 metra langt og um borð eru 220 manna áhöfn. Ástæða fyrir viðkomu skipsins í Reykjavík er sex daga frí sem áhöfnin fær en hún hefur nýtt það í að skoða svæðið og hefur til að mynda brugðið sér í Bláa lónið.

Aðalmarkmið skipsins er að fylgjast með flugskeytum sem og gervihnöttum en það er búið gífurlega öflugum tækjum sem nýtast við eftirlitið. Til að mynda er búnaður skipsins megnugur um að finna mynt í 800 kílómetra fjarlægð. Skipið er búið það öflugum sjónaukum að það getur séð stjörnur yfir hábjartan daginn.

Á blaðamannfundi með hæstráðendum á skipinu kom fram að um 36 þúsund hlutir séu nú á sveimi í geiminum en allt er þetta brak sem tengist geimbrölti mannfólksins. Aðeins eitt prósent af þessu er í notkun og er því geimbrak orðið verulegt vandamál.
Er skipið notað til að fylgjast með slíku braki og beðið um að kanna hvort það stefni á gervihnetti eða hvar það lendir á jörðu.