23.05.2012 18:13

Báturinn varð eftir í Rotterdam

skessuhorn,is;

Fyrirtækið Ocean Safari ehf. í Stykkishólmi mun á föstudaginn næstkomandi byrja að fara með fólk í skoðunar- og skemmtiferðir um Breiðafjörðin. Ferðirnar verða farnar á tveimur bátum sem voru sérsmíðaðir fyrir fyrirtækið í Hollandi. Annar báturinn ber nafnið Kría og hann var fluttur í Stykkishólm síðastliðinn föstudag. Það vildi svo leiðinlega til að hinn báturinn sem heitir Kjói var skilinn eftir á hafnarbakkanum í Rotterdam, en Samskip sá um flutning bátanna frá Hollandi til Íslands. Þegar átti að ná í bátinn til Reykjavíkur og verið var að leysa hann út kom í ljós að báturinn var ekki um borð í flutningaskipinu en forsvarsmenn Ocean Safari höfðu ekki verið látnir vita. Þeir gera þó ráð fyrir því að Kjói verði kominn í Stykkishólm fyrir sjómannadag.


                       7722. Kría, í Stykkishólmi © mynd skessuhorn.is