23.05.2012 18:08

Fjórir bátar Kampa við Snæfellsnes

bb.is:

Aldan ÍS er einn þeirra báta sem veitt hefur við Snæfellsnes undanfarnar vikur.
Aldan ÍS er einn þeirra báta sem veitt hefur við Snæfellsnes undanfarnar vikur © bb.is


Fjórir bátar rækjuvinnslu Kampa ehf., á Ísafirði hafa stundað veiðar við Snæfellsnes undanfarnar vikur og landað afla sínum í Grundafirði þaðan sem honum er ekið til Ísafjarðar. Um er að ræða árstíðabundnar veiðar sem að venju lýkur um mánaðarmótin maí-júní. Bátarnir sem um ræðir eru Valbjörn ÍS, Ísborg ÍS, Aldan ÍS og Hera ÞH. Gunnbjörn ÍS landaði á Ísafirði um síðustu helgi og er hann nú kominn í slipp í Njarðvík þar sem hann verður næstu daga.

Frystitogarinn Ísbjörn ÍS er á veiðum á heimamiðum og verður á sjó fram að sjómannadegi.

Af Facebook:
Árni Árnason Gamli Arnar KE
Emil Páll Jónsson Já já