23.05.2012 07:15
Vélarvana bát rak að landi
mbl.is:
Björgunarskip fóru í nótt á móts við vélarvana bát sem rak að landi skammt suðvestur af landinu. Skip var með bátinn í togi, en hann slitnaði aftan úr skammt frá landi.
Björgunarskip fóru strax af stað eftir að taugin slitnaði enda rak bátinn að landi. Annað skip kom hins vegar að bátnum og náði að koma taug í hann. Hann var þá aðeins um eina og hálfa sjómílu frá landi. Björgunarskipin fylgdu bátnum síðan inn til Grindavíkur. Þangað komu þau um kl. 3 í nótt. Einn maður var um borð í vélarvana bátnum.
Skrifað af Emil Páli
