22.05.2012 08:00
Valanes ex Geiri Péturs og Skúmur
Skip þetta var upphaflega smíðað við Grindvíkinga og fékk smíðanúmerið 225 hjá Lunde Varv och Verkstada A/B í Ramsvik, Svíþjóð árið 1987. Það var smíðað sem skuttogari með yfirbyggingu miðskips og var sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Kom það í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987 og bar þá nafnið Skúmur GK 22, síðan varð það Skúmur ÍS 322 og eftir það Geiri Péturs ÞH 344. Selt úr landi til Noregs í des. 1996. Þar var það nafnið Valanes, en fyrst með nr. T-1-K og síðan T-285-T. Selt síðan til Argentínu 2004 og fékk þar nafnið Argenova X.

Valanes ex 1872. Skúmur og Geir Péturs í Batsfjord, Noregi © mynd shipspotting frode adolfsen, 11. júní 2003
Valanes ex 1872. Skúmur og Geir Péturs í Batsfjord, Noregi © mynd shipspotting frode adolfsen, 11. júní 2003
Skrifað af Emil Páli
