21.05.2012 11:44
Stefán ÍS 140, nýr bátur á Bolungarvík
vikari.is:
Mikið líf og fjör hefur verið á höfninni í Bolungarvík það sem af er
sumri. Bræðurnir Hafþór og Bæring Gunnarssynir ætla að taka þátt í
fjörinu þar sem þeir fjárfestu á dögunum í nýjum bát af gerðinni Sómi
955 frá Noregi. Báturinn ber nafnið Stefán ÍS 140 og verður hann gerður
út frá Bolungarvík, bæði á færum og grásleppu. Bæring silgdi bátnum heim
frá Reykjavík í nótt og segir bátinn lofa góðu þar sem hann reyndist
mjög vel á heimsiglingunni.
2535. Stefán ÍS 140 © mynd Vikari.is
2535. Stefán ÍS 140 © mynd Vikari.is
Skrifað af Emil Páli
