20.05.2012 09:17
Leki kom að vélarlausu skipi
mbl.is:
Björgunarskip og bátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Snæfellsbæ var kallað út um þrjúleytið í nótt vegna rækjuskips sem var orðið vélarvana um 5 sjómílur norðan við Rif. Leki hafði komið að skipinu og þegar björgunarsveitarmenn komu að skipinu var tæplega eins metra hár sjór í vélarrúmi.
Dælum var komið um borð og gekk fljótt og vel að dæla sjó úr skipinu, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Ekki tókst þó að koma rafmagni á skipið aftur og fylgdu því björgunarsveitarmenn því í höfn á Rifi og var komið þangað um sjö í morgun.
Ágætis veður var en bæði björgunarskip og Atlantic björgunarbátur tóku þátt í aðgerðinni.Skrifað af Emil Páli

