18.05.2012 21:58

Reykjanesbær eignast 100 milljóna víkingaskip

dv.is:

Ríkisbankinn afskrifar skuldir frá Sparisjóðnum í Keflavík


Reykjanesbær hefur nú breytt 100 milljóna kröfu sinni á hendur Íslendingi ehf. í tæplega 100 prósenta eignarhlut í félaginu. Samhliða þessu eignast bærinn fasteignina sem hýsir skipið.

Reykjanesbær hefur nú breytt 100 milljóna kröfu sinni á hendur Íslendingi ehf. í tæplega 100 prósenta eignarhlut í félaginu. Samhliða þessu eignast bærinn fasteignina sem hýsir skipið.

Reykjanesbær hefur eignast víkingaskipið Íslending eftir að hafa breytt rúmlega 100 milljóna kröfu sinni á hendur eignarhaldsfélagi skipsins í hlutafé í því í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Reykjanesbæjar sem samþykktur var og undirritaður á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn, þann 15. maí. Eignarhaldsfélagið sem Reykjanesbær á nú nærri 100 prósenta hlut í heitir Íslendingur ehf. en ásamt því að eiga skipið heldur það utan um rekstur á safninu Víkingaheimum í Reykjanesbæ.

Orðrétt segir um þetta í ársreikningi bæjarins: "Reykjanesbær breytti kröfu sinni á Íslending ehf. að fjárhæð um 101,3 milljónum króna í hlutafé í árslok 2011 á genginu 1. Fyrir átti Reykjanesbær hluti í félaginu að fjárhæð um 8,1 milljón króna. Í árslok nemur hlutabréfaeignin um 109,4 milljónum króna sem er um 99,76 % hlutur."

Þetta þýðir að íbúar í Reykjanesbæ eru nú orðnir nánast hundrað prósent eigendur að víkingaskipi og rekstrarfélagi þess. Áður hafði skipið verið í eigu bæjarins, Gunnars Marels Eggertssonar, sem smíðaði Íslending, olíufélagsins Olís auk þess sem Íslendingur ehf. átti tæpan fjórðung í sjálfum sér.