16.05.2012 20:23

Garðars BA 100 ára

bb.is:

Garðar BA er til sýnis í Skápadal. Mynd: Facebooksíða bátsins.
Garðar BA er til sýnis í Skápadal. Mynd: Facebooksíða bátsins.


Elsta stálskip Íslands, Garðar BA 64 fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli. Af því tilefni verður efnt til samkomu við skipshlið í Skápadal í Patreksfirði, fimmtudaginn fyrir sjómannadag, 31. maí, kl. 18. Garðar BA var smíðaður var hjá Askers Mek skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1912 til hvalveiða. Er bátnum var hleypt af stokkunum í Noregi var hann rúmlega 30 metra langur, yfir 6 metra breiður og risti tæplega 3,5 metra. Hann var tvímastraður og seglbúinn, en með gufuvél til að nota í lognviðri.

Báturinn var seldur árið 1974 Patreki hf., á Patreksfirði. Í umsjá Jóns Magnússonar fiskaði Garðar vel og var oft með aflahæstu bátum vertíðanna. Bæði var hann gerður út á línu og net. Garðar BA 64 dæmdur ónýtur, tekinn af skrá 1. desember 1981 og svo siglt á land og í sátur í Skápadal. Þar stendur hann enn gestum og gangandi til sýnis.

Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu bátsins.