14.05.2012 11:36

Nýsmíðaður bátur sökk

ruv.is:

Mynd: Wikimedia Commons.

Vísindamenn hafa byggt eftirlíkingu af einum elsta bát sem fundist hefur en sá var grafinn upp úr mýri á Englandi og er talinn hafa verið smíðaður á bronsöld, fyrir um 3600 árum.

Um er að ræða samstarfsverkefni sjö evrópskra háskóla og vísindastofnana sem hefur verið í undirbúningi í átta ár. Hópur fornleifafræðinga vann sleitulaust síðustu þrjá mánuði að því að tryggja að hann væri nákvæmlega eins og fyrirmyndin, þess utan að eftirlíkingin er helmingi minni. Fjöldi vísindamanna var viðstaddur þegar fullkláraður báturinn var látinn síga í sjóinn í morgun en hann sökk strax, viðstöddum til mikilla vonbrigða.