14.05.2012 12:00
Á Sæbjörgu til Sæbjargar
Þar sem gamli Þór og þá um leið gamla Sæbjörg hefur mikið verið til umræðu hér á síðunni í framhaldi af niðurrifi skipsins úti í Helguvík, ætla ég að rifja upp ferð sem ég fór ásamt Jóni Norðfjörð og Sigurvonarfélögunum Pálli Gíslasyni og Valgeiri Einarssyni á björgunarbáti Sigurvonar sem hét Sæbjörg. Fórum við í leiðangur frá Sandgerði til móts við skólaskipið Sæbjörgu er það átti að sigla þarna framhjá á leið sinni til Eyja, en tilefni var að mig mynnir að afhenda skipinu gjöf frá Skipaafgreiðslu Suðurnesja.
Ferð þessi var mjög sérstök þar eins og fram kemur hér í lýsingu minni, en myndin sem fylgiir tók Jón Norðfjörð fyrir mig af okkur á leiðinni og hef ég áður birt hana í blaði sem ég var aðili að á þeim tíma, svo og nú nýlega bæði á FB síðum Keflavíkinga og eins Sandgerðinga.
Um leið og komið var út úr Sandgerðishöfn tóku þeir félagar Páll og Valgeir, þá ákvörðun að fara ekki út innisiglinguna heldur sigla ferð sem aðeins þeir sem vel þekkja til fara, en það er út á milli skerja. Gekk ferðin út úr skerjagarðinum mjög vel þrátt fyrir að þoka væri að skella á okkur. Átti þokan eftir að verða svo svört að við sáum ekki neitt, en töldum vita stefnuna á stóru Sæbjörgina og sigldum miðað við það, en þegar tíminn var orðinn ansi langur fóru þeir á stóru Sæbjörginni að miða okkur út á litlu Sæbjörginni og viti menn við vorum komnir langt út fyrir það sem við áttum að fara og fengum því rétt mið og sigldum til baka og römbuðum þá á stóru Sæbjörgina og fórum þar um borð og lukum hlutverki okkar. Síðan var siglt í land og aftur farið inn á milli skerja, en við sáum ekkert fyrr en við vorum komnir nánast inn í höfnina í Sandgerði.
Eru mörg mörg ár og jafnvel áratugir síðan þetta gerðist, því trúlega hefur þetta verið með einum af fyrstu ferðunum sem björgunarskóli sjómanna, Sæbjörg ex Þór, fór í leiðangur út frá Reykjavík.

F.v. Emil Páll Jónsson, Páll Gíslason og Valgeir Einarsson © mynd Jón Norðfjörð
Ferð þessi var mjög sérstök þar eins og fram kemur hér í lýsingu minni, en myndin sem fylgiir tók Jón Norðfjörð fyrir mig af okkur á leiðinni og hef ég áður birt hana í blaði sem ég var aðili að á þeim tíma, svo og nú nýlega bæði á FB síðum Keflavíkinga og eins Sandgerðinga.
Um leið og komið var út úr Sandgerðishöfn tóku þeir félagar Páll og Valgeir, þá ákvörðun að fara ekki út innisiglinguna heldur sigla ferð sem aðeins þeir sem vel þekkja til fara, en það er út á milli skerja. Gekk ferðin út úr skerjagarðinum mjög vel þrátt fyrir að þoka væri að skella á okkur. Átti þokan eftir að verða svo svört að við sáum ekki neitt, en töldum vita stefnuna á stóru Sæbjörgina og sigldum miðað við það, en þegar tíminn var orðinn ansi langur fóru þeir á stóru Sæbjörginni að miða okkur út á litlu Sæbjörginni og viti menn við vorum komnir langt út fyrir það sem við áttum að fara og fengum því rétt mið og sigldum til baka og römbuðum þá á stóru Sæbjörgina og fórum þar um borð og lukum hlutverki okkar. Síðan var siglt í land og aftur farið inn á milli skerja, en við sáum ekkert fyrr en við vorum komnir nánast inn í höfnina í Sandgerði.
Eru mörg mörg ár og jafnvel áratugir síðan þetta gerðist, því trúlega hefur þetta verið með einum af fyrstu ferðunum sem björgunarskóli sjómanna, Sæbjörg ex Þór, fór í leiðangur út frá Reykjavík.
F.v. Emil Páll Jónsson, Páll Gíslason og Valgeir Einarsson © mynd Jón Norðfjörð
Skrifað af Emil Páli
