13.05.2012 12:13

Algjörir GULLMOLAR á miðnætti

Fyrir okkur grúskaranna, er það mikill fengur þegar það rekur á fjörur okkar myndir eða upplýsingar sem við vissum ekki um áður. Varðandi myndir þá er það svo að þó nokkrar útfærslur á bátum, ýmist varðandi breytingar eða ný nöfn og númer, hafa ekki komið áður fyrir mín augu, þó einhverjir hafi kannski séð það áður. Það var því mikill fengur fyrir mig að fá þessar tvær flottu og góðu myndir, sem hafa verið teknar einhverjum árum fyrir miðja síðustu öld, því annar þeirra bar þetta nafn í örfá ár á fimmta áratugnum og brann síðan og sökk með viðkomandi nafni.  Mun ég um miðnætti birta þær báðar ásamt því að segja sögu viðkomandi báta,