10.05.2012 20:28

Staðfesting á frétt minni um sölua á Bretting

Frétt mín á dögunum um að Brim væri að kaupa Bretting er þar með staðfest í Fiskifréttum, en fáir vildu trúa því er ég sagði frá því. Frétt Fiskifrétta er svolhjóðandi:

Dótturfélag Brims kaupir Bretting KE

Er á grálúðu- og rækjuveiðum og fer síðar í makrílinn.

Fiskifréttir 10. maí 2012 kl. 13:00
Brettingur KE

Dótturfélag Brims hf. hefur fest kaup á togaranum Brettingi KE.  Skipið er kvótalaust en er þegar farið á veiðar á rækju og grálúðu og stefnt er að því að það fari á makrílveiðar síðar í sumar. Þetta staðfesti Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í samtali við Viðskiptablaðið.

Brettingur var smíðaður í Japan árið 1973 fyrir Vopnfirðinga og var gerður út frá Vopnafirði allt þar til hann var seldur til útlanda fyrir nokkrum árum. Skipið var síðan keypt aftur til landsins og hefur verið gert út frá Keflavík síðan.