07.05.2012 18:15

Gamli Þór í síðustu siglingunni

Þessar mínúturnar er hafnsögubáturinn Auðunn að draga gamla Þór frá Njarðvik til Helguvíkur, þar sem hafist verður handa að farga honum, enda er hann nánast kominn inn í aðsetur Hringrásar, því þeir eru með aðsetur við Helguvík. Unnið hefur verið að því undanfarna daga og fjarlægja öll spillefni úr þessu gamla varðskipi okkar.


          2043. Auðunn dregur 229. Þór fram hjá Keflavíkinni núna fyrir nokkrum mínútum




         Trúlega er þetta síðasta myndin sem ég næ af skipinu á siglingu. Hér er skipið framan við byggðina í Keflavík og því í beinni línu frá heimili mínu þaðan sem ég tók þessa mynd og hinar © myndir Emil Páll, 7. maí 2012