07.05.2012 17:10

Góður afli þrátt fyrir "sneypuför" í Smuguna

bb.is:

Ísbjörninn í höfn á Ísafirði.
Ísbjörninn í höfn á Ísafirði.

Á Ísafirði er verið að landa úr rækjutogaranum Ísbirni ÍS 304 sem nýkominn er úr mánaðarreisu um Norðurhöf. Bæjarins besta greindi frá því í síðasta mánuði að skipið væri á leið í Smuguna en að sögn Jóns Guðbjartssonar útgerðarmanns var ferðin sneypuför. "Það er eins og alltaf til sjós - ómögulegt að vita hvernig fiskast. Við sendum bátinn í Smuguna en þegar við komum var lítil sem engin veiði," segir Jón. Áhöfnin lagði þó ekki árar í bát heldur sigldi aftur á Íslandsmið og veiddi vel fyrir norðan land.

Að sögn Jóns gekk túrinn því vel, lítið hafi verið bilanir og aðrar uppákomur og vel hafi veist. Skipið heldur að líkindum úr höfn á fimmtudag.