04.05.2012 20:00

Atlavík RE 159, úti á Granda í dag

Í góða veðrinu í dag voru menn að mála og lagfæra Atlavíkina úti á Granda. Tók Guðmundur Sigurðsson þá þessa mynd.

Birti ég hér sögu bátsins samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað um bátinn, þó í raun sé stutt síðan ég birti sögu hans. 

Báturinn er smíðaður í Slippsstöðinni hf. á Akureyri 1972 og hefur borið eftirtalin nöfn: Sæfari EA 333, Búi EA 100, Arný ÞH 228, Árný SF 6, Sæbjörg EA 184, Örlygur KE 111, Atlavík BA 108 og núverandi nafn: Atlavík RE 159


           1263. Atlavík RE 159, úti á Granda í dag © mynd Guðmundur Sigurðsson, 4. maí 2012