03.05.2012 21:00

Blíðfari GK 204

Hér sjáum við nýsmíði nr. 1 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. eftir teikningu Karl Olsen yngri. Smíði lauk 1987, en hann var þó ekki sjósettur fyrr en 3. ágúst 1989 og þá sem Blíðfari GK 204, en nokkrum mánuðum síðar fékk hann nafnið Vöggur GK 204 en sami eigandi. Sex mánuðum eftir síðari nafnaskiptin var hann seldur til Breiðdalsvíkur en strandaði við Þjórsárósa 26. ágúst 1990 á leið frá Njarðvík til nýrra eiganda á Breiðdalsvík. Með öðrum orðum ári eftir sjósetningu og tveimur nöfnum síðar var hann ónýtur eftir strand.


     Nýsmíði nr. 1 hjá Ol. Olsen, sjósettur 1989 og ári síðar og tveimur nöfnum síðar, strandaði hann og ónýttist. Sjá umsögn fyrir ofan myndina © mynd Emil Páll, 1987