03.05.2012 20:21
Þorgrímur Ómar kyssir þann gula
Þessi mynd var tekin núna rétt áðan á miðunum út af Bíldudal og sýnir Þorgrím Ómar Tavsen kyssa þann gula, en Þorgrímur Ómar er nú að róa við annan mann á bát sínu Skvettu SK 7 og leggur upp á Bíldudal, á vegum Arnfirðings ehf. sem er dótturfyrirtæki Grímsness ehf. í Njarðvik. Til stóð að þeir á Skvettu færu á strandveiðar, en fóru í dag í sinn fyrsta róður núna og eru á handfærum, ekki á strandveiðum heldur samkvæmt kvóta og voru á miðunum er ég ræddi við Þorgrím Ómar núna fyrir stundu og einmitt meðan við voru að tala saman beit á hjá honum.

Þorgrímur Ómar Tavsen kyssir þann gula í kvöld 3. maí 2012
Þorgrímur Ómar Tavsen kyssir þann gula í kvöld 3. maí 2012
Skrifað af Emil Páli
