01.05.2012 17:00

Sandgerði: Fimm bátar og einn bíll í fjörunni

Í upphafi árs 1984 gerði mikið óveður við Suðurströndina og þá fóru þessir fimm bátar upp í fjöru í Sandgerði og einn bíll sem var á bryggjunni kastaðist niður í fjöru. Undir myndunum sem eru úr myndasafni Víkurfrétta, birtast nöfn bátanna.


     F.v. Vörubíllinn í fjörunni, 1217. Sóley KE 15, 712. Kristján KE 21, 1518. Hafsteinn ÁR 80, 1226. Hlýri GK 305 og 526. Halldór Kristjánsson GK 93, í Sandgerði 5. jan. 1984


     Vörubíllinn í horninu og 1217. Sóley KE 15 © myndir úr myndasafni Víkurfrétta, frá 5. jan. 1984