29.04.2012 15:00

Eru hafnar strandveiðar frá Egilsstöðum? Pjakkur ÞH, Glaður SU og Lagarfljótsormurinn

Hérna koma nokkrar myndir sem Sigurbrandur tók í vetur af Lagarfljótinu og af 6531 Pjakki ÞH 65. Svo er fárra daga gömul mynd af Glað SU 60 (flugfiskurinn gulbrúni) og 2380´. Lagarfljótsorminum. Athygli vekur að Glaður er þarna við bryggju og því ekki að furða þó menn spurji á hálfkæringi hvort strandveiðar séu að hefjast frá Egillsstöðum. En slíkt er auðvitað ógjörningur enda var bátuinn farinn í morgun.


                                  6521. Pjakkur ÞH 65, á Egilsstöðum sl. vetur


           2380. Lagarfljótsormurinn og Glaður SU 60, við bryggju á Lagarfljóti, fyrir nokkrum dögum


            2380. Lagarfljótsormurinn, á Lagarfljóti © myndir Sigurbrandur, 2012